Flokkar

 

Áratugur

Berlínarmúrinn

Berlínarmúrinn

Jakob Wagner


  • Ár : án ártals
  • Hæð : 360 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Annað
  • Undirgrein : Annað

Verkið er staðsett við Borgartún Berlínarmúrinn var 167,8 km langur múr sem skildi að Vestur-Berlín og Austur-Þýskaland. Hann var byggður árið 1961 og var áberandi tákn um skiptingu Þýskalands og um kalda stríðið. Ekki er vitað hversu margir létu lífið við að reyna að flýja yfir múrinn en talið er að það hafi verið 138 manns. Múrinn féll 9. nóvember 1989 og var fall hans upphafið að endalokum kalda stríðsins, en þá hafði hann staðið í 28 ár. Nú hefur hluti úr Berlínarmúrnum verið sett upp við Höfða, Borgartúnsmegin. Það var Listamiðstöðin Neu West Berlin sem gaf Reykjavíkurborg verkið og tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri formlega á móti því. Verkið er um fjögur tonn að þyngd og viðlíka verk hafa verið gefin víða um heim, t.d. til Wende Museum í Los Angeles, Aspen Art Museum í Colorado, Imperial War Museum í London og Ronald Reagan bókasafnsins í Simi Valley í Kaliforníu. Það þykir við hæfi að setja verkið upp við Höfða þar sem leiðtogafundurinn fór fram árið 1986 en hann er talinn meðal þeirra lykilviðburða er mörkuðu upphafið að endalokum kalda stríðsins og þar með falli Berlínarmúrsins árið 1989. Þessi vegghluti er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og var hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann