Flokkar

 

Áratugur

Gljúfrabúi (Draumaland)

Gljúfrabúi (Draumaland)

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1908
  • Hæð : 45.5 cm
  • Breidd : 57 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Í ágústmánuði 1908 opnaði Jóhannes Sveinsson, þá 23 ára gamall, sína fyrstu sýningu í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík. Sýningin speglar framtíðarsýn hans og vilja til að leggja fyrir sig myndlist og má segja að með þessari sýningu hafi listferill hans hafist fyrir alvöru. Sýningin vakti athygli og var talin bera með sér að listamaðurinn hefði ríka eðlisgáfu á svið lista og ætti framtíð fyrir sér á því sviði. Eitt verkanna á sýningunni bar heitið Gljúfrabúi og sýnir gljúfrabúann - tákngerving fossins - standa skikkjuklæddan við hellismuna í kletti milli tveggja fossa.  Þrátt fyrir að verkið beri viðvaningsbrag og sé allt að því nævt í stíl er það merkilegt fyrir þeirra hluta sakir að þetta er fyrsta þekkta verk listamannsins þar sem hann persónugerir náttúrufyrirbæri og tvinnar saman við landslag. Hér er komið kímið að táknsæisverkum hans; en allan sinn feril átti hann eftir að vinna með og þróa hugmyndir sínar um samspil táknsærra eða yfirnáttúrulegra vera og náttúrunnar.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann