Flokkar

 

Áratugur

Dyrfjöll

Dyrfjöll

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1927
  • Hæð : 50 cm
  • Breidd : 96 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Dyrfjöll eru hluti af fjallgarðinum sem umlykur Borgafjörð eystra. Þau bera nafn af miklu klettaskarði milli hárra tinda og er sá hærri í 1136 metra hæð yfir sjó. Segja má að Dyrfjöll séu bæjarfjall Geitavíkur, sveitabæjarins sem Kjarval ólst upp á. Kjarval dvaldist fyrstu fjögur árin hjá foreldrum sínum í Meðallandi á Suðurlandi, en ólst eftir það upp hjá hálfbróður móður sinnar á Austfjörðum. Þangað fór hann oft á fullorðinsárum til þess að mála fjöll og landslag æskustöðvanna og er þetta verk frá árinu 1927.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann