Flokkar

 

Áratugur

Portrett af Ivar Modéer (1904-1960)

Portrett af Ivar Modéer (1904-1960)

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1959
  • Hæð : 94 cm
  • Breidd : 64 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Kjarval málaði ýmist portrett að eigin frumkvæði, oft til að heiðra vini sína, eða hann málaði þau að beiðni einstaklinga eða félagasamtaka. Á síðari hluta sjötta áratugarins urðu portrettmyndir hans óhefðbundnari og tjáningarríkari en áður. Árið 1959 málaði hann þrjár portrettmyndir af sænska fræðimanninum Ivar Modéer, prófessor í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla, sem hreifst mjög af Kjarval og verkum hans. Myndin af Ivar Modéer endurspeglar þá skoðun Kjarvals að portrett eigi ekki að líkjast ljósmynd, og síst af öllu að fegra fyrirsætu sína, en mikilvægt sé að verkið sýni persónueinkenni viðkomandi – án of mikillar alvöru. Hún er máluð með olíu á pappírsarkir sem límdar eru upp á striga og Kjarval málaði einnig að hluta til gullkant á strigann umhverfis arkirnar. Verkið er óhefðbundið og tjáningarríkt að allri gerð og liggur á mörkum þess að vera karikatúr (skopmynd).

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann