Flokkar

 

Áratugur

Úr Gálgahrauni

Úr Gálgahrauni

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1955-60
  • Hæð : 113 cm
  • Breidd : 174 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Um 1945 tók Kjarval að venja komur sínar í Gálgahraun á Álftanesi. Hann kom þar margsinnis á næstu tveimur áratugum og málaði þar nokkurn fjölda verka. Í Gálgahraunsmyndunum leggur Kjarval áherslu á nekt hraunsins og þau fjölbreytilegu, hvössu form sem þar er að finna, skreytt lággróðri. Einstaka sérkennilegir hraundrangar urðu honum einnig að yrkisefni. Hann átti sér að því er virðist eitt uppáhalds „stæði“ og málaði þar fjöldann allan af myndum. Meginmyndefni hans frá þessu sjónarhorni er fremur flatur hraunklettur og umhverfi hans en í forgrunni er oft hraunstrýta. Túlkun hans á myndefnum úr Gálgahrauni á þessu skeiði er fjölbreytileg. Nokkuð ber á verkum þar sem listamaðurinn bregður fyrir sig kúbísku myndmáli, sundurgreinir form jarðarinnar og túlkar hin fjölmörgu litbrigði er leynast í mosa og steinum.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann