Flokkar

 

Áratugur

Skjaldmey

Skjaldmey

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1961
  • Hæð : 102 cm
  • Breidd : 152 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Á síðari hluta sjötta áratugarins taka verurnar í fantasíum Kjarvals á sig nýja mynd. Oft má sjá grannvaxnar, hálslangar og höfuðsmáar verur með langa þvengi í stað útlima. Hann þróaði þessa gerð af verum í forvinnu fyrir olíumálverkið Skjaldmeyja sem hann lauk við í desember 1961; teiknaði þá og málaði nokkurn fjölda af skissum sem gefa innsýn í vinnuaðferðir hans. Á olíumálverkinu svífur meyjan, táknmynd fjallsins, fyrir framan Skjaldbreið með sverð í annarri hendi og skjöld í hinni. Líkami hennar er kvenlegur og grannur með langa, liðamótalausa útlimi sem bylgjast og krullast. Útlínur líkamans svo og sverðs og skjaldar eru tvíteknar en það gerir veruna kvika og órólega auk þess sem lofthjúpurinn umhverfis iðar af lífi, því þar er ýmislegt á sveimi.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann