Flokkar

 

Áratugur

6 x 13 jafntímalínur

6 x 13 jafntímalínur

Kristján Guðmundsson


  • Ár : 1974
  • Hæð : 40 cm
  • Breidd : 40 cm
  • Grein : Teikning
  • Undirgrein : Annað

Jafntímalínur Kristjáns Guðmundssonar eru teiknaðar með reglustiku og skeiðklukku. Tímatakan tryggir að allar línur eru dregnar jafnlengi eftir pappírnum. Þykkt þeirra ákvarðast síðan eftir samspili lengdar línunnar og því hversu mikið blek pappírinn nær að soga í sig. Verk Kristjáns eru sköpuð á grunni konseptlistar og mínimalisma þar sem hugtök í titlum, saga efnisins og efnistök listamannsins kallast á. Á áttunda áratugnum fékkst Kristján gjarnan við hugmyndir um tíma í verkum sínum. Verk hans hafa alla tíð einkennast af einfaldri og formfastri framsetningu þótt hugmyndafræðilegur grunnur þeirra leiki stórt hlutverk.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann