Flokkar

 

Áratugur

NÁLÆGÐ, Þekking Lestur/Uppdrættir FERSKEYTLA

NÁLÆGÐ, Þekking Lestur/Uppdrættir FERSKEYTLA

Birgir Andrésson


  • Ár : 1993
  • Hæð : 25.5 cm
  • Breidd : 34 cm
  • Grein : Samklipp
  • Undirgrein : Samklipp

Árið 1992 átti Birgir í djúpum samræðum við bandaríska naumhyggjumyndhöggvarann Donald Judd um mikilvægi íslensku torfbæjanna. Í félagi við nokkra vini og samstarfsmenn heimsóttu þeir þjóðveldisbæinn Stöng í Þjórsárdal og stóra langhúsið þar. Meðan á ferðinni stóð buðu Judd og hinn þekkti íslenski safnari Pétur Arason Birgi að útbúa kynningarbækling um teikningar og ljósmyndir Harðar Ágústssonar af sögulegum íslenskum byggingum, fyrir sýningu sem Smithsonian listasafnið í Bandaríkjunum myndi vonandi samþykkja að skipuleggja og útbreiða. Aldrei varð af sýningunni vegna ótímabærs andláts Judds 1994. Hugmyndin um svo nýstárlega sýningu og hinar fjölmörgu samræður sem Birgir átti við Judd og fleiri um torfhúsin á Íslandi áttu vafalaust þátt í ákvörðun hans árið eftir um að gera grunnteikningar torfbæjarústa að viðfangsefni hins umfangsmikla Stóra húsaljóðs. Skýringarmyndir af þessum torfhúsarústum eru eins og myndleturstákn sem sýna horfna lífshætti og þjóðarmynd sem hafði fram að þessu fyrst og fremst verið falin í hendur byggingasafna og sögubóka.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann