Flokkar

 

Áratugur

Sekúndurnar þar til Sikorskyþyrlan snertir

Sekúndurnar þar til Sikorskyþyrlan snertir

Magnús Pálsson


  • Ár : 1976
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Innsetning
  • Undirgrein : Gifsmynd

Magnús Pálsson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist 1980. Þar sýndi hann ýmis gifsverk, þar á meðal Sekúndurnar þar til Sikorskýþyrlan snertir, sem sýndi augnablikið áður en Síkorskýþyrla Landhelgisgæslunnar lendir. Þrír gifsklumpar mynda þríhyrning á gólfi - klumparnir eru afsteypa af bilinu milli dekkja þyrlunnar og jarðar. Hér er Magnús að efnisgera það óefnislega. Verkhlutarnir þrír eru af mismunandi hæð sem gefa til kynna tímann í verkinu, stélhjólið er það sem lendir síðast og er því hæst, tíminn er hér kominn í fast efni.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann