Án titils -hjartaþræðing
Guðný Rósa Ingimarsdóttir
- Ár : 2008
- Hæð : 29.5 cm
- Breidd : 21 cm
- Grein : Teikning
- Undirgrein : Blýantsteikning
Pappírsverk Guðnýjar Rósu eru útfærð með öllum þeim möguleikum sem efnið býður upp á. Það er klippt og skorið, límt saman, málað og teiknað á, saumað í og fleira. Verkin eru eins konar skrásetningar á ótilteknum fyrirbærum, greining á ferli, hegðun og mynstri. Ýmist er eins og þau vísi í innsta kjarna undir smásjá eða samhengi í víðáttu alheimsins.
Veistu meira? Líka við Mitt safn