Flokkar

 

Áratugur

Án titils

Án titils

Eggert Pétursson


  • Ár : 1979
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Fjöltækni
  • Undirgrein : Annað

Þetta verk var unnið sumarið 1979, með sömu aðferð og listamaðurinn notaði sem barn þegar hann þurrkaði blóm. Í heildina gerði Eggert um 60-70 blómaþrykk þetta sumar en þau sem ekki heppnuðust var hent. Hann kom þeim fyrir inn á milli minni vatnslitaarka, setti u.þ.b. 10 stk af sömu plöntutegund á milli arkanna. Úr þessu urðu sjö bækur sem bundnar voru í Hollandi haustið 1979 og afrakstur vinnunar var sýndur á Suðurgötu 7 í janúar árið 1980. Eggert valdi bestu myndirnar af stærri verkunum og lét prenta í bók sem gefin var út í 100 árituðum eintökum og prentuð í Hollandi árið 1981.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann