Flokkar

 

Áratugur

Five boxes

Five boxes

Egill Sæbjörnsson


  • Ár : 2009
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Fjöltækni
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Fjórum hvítum kössum er komið fyrir í horni sýningarsalarins og á þá varpað hreyfimynd sem vekur hina dauðu hluti til lífsins. Þeir virðast hreyfast, opnast og lokast enauk þess sést banani á ferð og flugi á milli þeirra. Eins og heiti verksins gefur til kynna eru kassarnir í raun fimm, því að einn þeirra sprettur fram úr þeim sem fyrir eru, tekst á loft, svífur um sýningarrýmið og samlagast að lokum nýjum kassa. Inni í kössunum hefur verið komið fyrir tækjum sem framkalla hljóð í takt við myndefnið og fullkomna blekkinguna um hina líflegu kassa.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann