Flokkar

 

Áratugur

Drawing

Drawing

Kristján Guðmundsson


  • Ár : 1987
  • Hæð : 27 cm
  • Breidd : 94 cm
  • Grein : Teikning
  • Undirgrein : Blýantsteikning

Hér skapar Kristján þrívíða teikningu, lágmynd á vegg, sem unnin er með hefðbundnum efnivið teikningar; blýanti á pappír. Um er að ræða samlímda renninga úr bókfellspappa sem eru sveigðir í form og síðan er teiknað með blýanti á jaðarinn sem snýr fram. Rannsóknir á grunnatriðum teikningarinnar hafa verið leiðarstef í verkum listamannsins nánast allan hans feril. Hann hefur leitað ótal leiða til þess að vinna með blý og pappír sem þrívítt form án þess að það tapi grunneiginleikum sínum sem teikning.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann