Flokkar

 

Áratugur

Heimsljós - líf og dauði listamanns

Heimsljós - líf og dauði listamanns

Ragnar Kjartansson


  • Ár : 2015
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Fjöltækni
  • Undirgrein : Myndbandsverk

Verkið er kvikmynd sýnd á fjórum skjáum og unnin upp úr skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness, Heimsljós (1937–40). Skáldsaga Laxness skiptist í fjórar bækur og á því byggist uppsetning myndbandsinnsetningarinnar. Við gerð verksins stýrði Ragnar hópi vina og ættingja úr reykvísku listalífi í mánaðarlöngum gjörningi í Thyssen-Bornemiza-samtímalistasafninu í Vín. Gjörningurinn bar heitið Höll sumarlandsins og þar gátu sýningargestir bæði fylgst með framrás kvikmyndarinnar og vinnslunni við hana baksviðs og utansviðs. Kvikmyndaverkið býr yfir sama flökti á milli sviða þar sem við sjáum ekki einvörðungu tökuna sjálfa heldur jafnframt augnablikið þar á undan og eftir. Allar tökurnar á rúmlega áttatíu atriðum myndarinnar eru sýndar óklipptar, hvernig svo sem til tókst eða hve oft þurfti að endurtaka þær. Niðurstaðan verður nokkurs konar kúbísk kvikmynd; viðstöðulaus og brotakennd heild sem snertir á epískum skala mannlegra tilfinninga og örlaga.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann