Flokkar

 

Áratugur

Það sem aldrei ætti að vera III

Það sem aldrei ætti að vera III

Rósa Gísladóttir


  • Ár : 2018
  • Hæð : 32 cm
  • Breidd : 26 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Gifsmynd

Verkið Það sem aldrei ætti að vera (What should never be) samanstendur af sex formum úr gifsi sem fest eru upp á vegg. Heildin les sig eins og efnismikil lágmynd, með hugrenningatengsl við vöggu evrópskrar siðmenningar við Miðjarðarhafið, svo sem hofin á Akrópólishæð í Aþenu eða myndksreytingar rómverskra baðhúsa. Hinar fornu lágmyndir voru hins vegar úr gegnheilum marmara eða öðrum náttúrusteini, en þessi verk eru steypt í sílíkonmót þar sem formið opinberast í raun ekki fyrr en það fæðist, þegar það er tekið úr mótinu. Myndir formanna eiga sér engan stað í viðurkenndu táknmáli klassísisma en skrifa órætt mál sem krefur áhorfandann um virka þátttöku og athygli í leit að skilningi. Silkimött áferð steyptu gifsmyndanna býður upp á allt annars konar samspil við umhverfið en hrátt yfirborð kaldra tilhogginna marmarasteina undir suðrænni sól. -Guja Dögg Hauksdóttur (úr sýningartexta Medium of Matter)

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann