Flokkar

 

Áratugur

Tape

Tape

Sigurður Guðjónsson


  • Ár : 2016
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Fjöltækni
  • Undirgrein : Myndbandsverk

Í verkinu Tape sýnir Sigurður okkur aftur nýlega en útrunna tækni. Þetta er nærmynd af hljóðsnældu- kassettu - þar sem við sjáum hljóðbandið vindast af annarri spólunni yfir á hina. Sérð svona í nærmynd fær þetta vélræna ferli meiri vídd. Hugurinn gæti hvarflað til leikrits eftir Beckett, til "mix-teipanna" sem voru "playlistar" níunda áratugarins eða til allrar neðanjarðarútgáfunnar sem tónlistarmenn og skáld þess áratugar létu frá sér á þessum nýja og ódýra miðli. Við getum horft á hreyfinguna í myndinni og séð þar líkindi við sporbauga plánetanna um Sól eða túlkað hana sem erfitt dæmi í hornafræði. Dæmið er óleysanlegt vegna þess að það er vélrænt en ófyrirsjáanlegt - og það er einmitt þetta sem heillar okkur. Við erum komin á öld hins stafræna þar sem allt má afrita án þess að nokkru smáatriði skeiki og þá greinum við fegurðina í ófullkomleika eldri tæknilausna: Í vínilplötum og segulböndum. (Úr sýningartexta Jóns Proppé frá sýningu Sigurðar Guðjónssonar í BERG Contemporary 2016)

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann