Flokkar

 

Áratugur

EP ( Ég hef misst sjónar af þér)

EP ( Ég hef misst sjónar af þér)

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir


  • Ár : 2019
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Innsetning
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Anna Júlía hefur gert nokkur verk þar sem hún ímyndar sér að umhverfið sé að reyna að senda manninum skilaboð. Verkin eru steyptar lágmyndir sem minna á steingervinga. Titlar verkanna vísa í kallmerki í Mors-kóða þar sem tákn eru mynduð með stuttum og löngum einingum. Í þessu verki má greina stutt og löng boð og lesa: „Ég hef misst sjónar af þér.“ Anna Júlía bendir á að kannski hefur maðurinn tapað hæfileika til að lesa í og skilja náttúrulegt umhverfi sitt.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann