Flokkar

 

Áratugur

Án titils/ Skissa fyrir Sur-Atom syrpuna

Án titils/ Skissa fyrir Sur-Atom syrpuna

Erró


  • Ár : 1957
  • Hæð : 32 cm
  • Breidd : 48.5 cm
  • Grein : Teikning
  • Undirgrein : Gvassmynd

Árið 1957 kom Erró aftur til Reykjavíkur og hélt fyrstu einkasýningu sína á Íslandi, í Listamannaskálanum. Hann hafði aðgang að vinnustofu í Iðnskólanum og þar skapaði hann hina ofsafengnu Sur-Atom-myndaröð. Þessar teikningar á pappír endurvekja dómsdagsstemninguna í Beinagrinda-verkunum frá Flórens að því leyti að rauði þráðurinn í þeim er eyðilegging, þjáning og dauði. Hérna er illskan hins vegar komin með nafn: hervætt atómið sem ruddi sér braut inn í söguna með uggvænlegum hætti þegar sprengjum var varpað á Híróshíma og Nagasakí í ágúst 1945, og á sjötta áratugnum vofði það ógnandi yfir mannkyninu þegar kalda stríðið færðist í aukana og kjarnorkuvopn voru þróuð. Með kraftmikilli flækju sinni á grettandi, öskrandi atóm-fígúrum undirstrika þessi verk hið hræðilega bandalag milli tækni-vísindalegra framfara og rökfræði stríðs. Teikningarnar eru fljótunnar og litríkar og fullar af villtum og óhömdum sköpunarkrafti. Erró notar mismunandi breiðar línur og aðeins örfáa, andstæða liti til að teikna ofbeldisfullar og óvægnar senur þar sem aukið er á spennuna með þröngum römmum sem taka ekkert tillit til dýptar myndanna. Í þessari viðleitni til að skapa tilfinningaþrungna list – og í þessum nöktu, einkennalausu höfðum með sokkin augu og gapandi munna – má greina óljóst bergmál frá Ópinu eftir Munch.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann