Ný verk í eigu safnsins
Hér gefur að líta listaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur keypt eða verið gefið á síðastliðnum þremur árum.
Í samþykkt borgarráðs segir að Listasafn Reykjavíkur skuli hafa yfir að ráða svo fullkomnu safni íslenskrar myndlistar sem unnt er, skrá það, varðveita og sýna. Leitast er við að afla verka sem endurspegla sem best strauma og stefnur í íslenskri myndlist á hverjum tíma. Sérstök innkaupanefnd annast kaup listaverka til safnsins í samræmi við fjárheimildir í fjárhagsáætlun. Innkaupanefnd er skipuð þremur einstaklingum sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á myndlist: Safnstjóra og tveimur einstaklingum sem skipaðir eru af menningar- og ferðamálaráði til tveggja ára í senn. Annan þessara tveggja einstaklinga tilnefnir stjórn Sambands íslenskra myndlistarlistarmanna (SÍM). Við val listaverka til safnsins er farið eftir listrænu gildi þeirra.