Erró
Guðmundur Guðmundsson (b. 1932)
- Um listamanninn
- Valin verk
- Skúlptúr
- Grafík
- Teikningar
- Fjöltækni
- Ljósmyndun
- Textíll
- Samklipp
- Málverk
- Annað
Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Ósló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundað hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda. Hann fluttist til Parísar árið 1958 og var þar tekið opnum örmum í hópi súrrealista. Árið 1963 fór Erró í fyrsta sinn til New York og komst í kynni við popplistina sem þá var að ryðja sér til rúms. Næstu ár fékkst hann við ýmiss konar listform, svo sem gjörningalist og tilraunakennda kvikmyndagerð auk málaralistar. Hann varð brátt einn af forvígismönnum popplistarinnar og evrópska frásagnarmálverksins (narrative figuration). Erró hefur búið í París í rúma hálfa öld en dvelur yfirleitt hluta úr vetri í Taílandi og á sumrin í húsi sínu í Formentera á Spáni.
Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum. Auk listaverkanna gaf Erró borginni umfangsmikið safn einkabréfa og annarra gagna sem snerta listferil hans. Þessar ríkulegu heimildir hafa mikið gildi fyrir allar rannsóknir sem snerta listamanninn Erró og samtíma hans. Safnið hefur vaxið jafnt og þétt síðustu árin því að Erró hefur haldið áfram að bæta við gjöfina og keypt hafa verið verk í safnið sem telur nú um 4000 listaverk.
Sýningar á safni Errós eiga sér fastan sess í Hafnarhúsinu en með þeim er leitast við að gefa sem besta mynd af fjölbreyttum áherslum í verkum listamannsins.
Listasafn Reykjavíkur á rúmlega 70 skúlptúra eftir Erró. Flestir eru skólaverk sem hann vann í Myndlista- og handíðaskóla Íslands um 1950. Þeir fáu skúlptúrar sem hann hefur síðar gert eru frá árunum 1959–63. Þetta voru samtíningsverk (assemblage) eða eins konar klippimyndir í þrívídd sem sett eru saman úr efni sem Erró fann á öskuhaugum og á útimörkuðum í París. Fyrstu samtíningsverkin gerði hann fyrir myndröðina Mécamasks (Vélgrímur) árið 1959. Árið 1962 gerði hann leikmynd og leikmuni fyrir stuttmynd Éric Duvivier, Concerto mécanique pour la folie ou La Folle Mécamorphose (Vélkonsert fyrir klikkunina eða hin klikkaða vélmyndbreyting). Eftir 1963 heyrði til undantekninga að Erró skapaði samtíningsverk.
Listasafn Reykjavíkur á rúmlega 900 grafíkverk eftir Erró. Ólíkri tækni er beitt við gerð þeirra. Á námsárunum notaði Erró helst stimpilþrykk, ætingu og dúk-, tré- og málmristu. Á árunum 1958–62 sneri hann sér að litógrafíu eða steinþrykki sem er fljótlegri og frjálslegri í vinnslu. Á síðustu árum hefur Erró fengist í vaxandi mæli við stafræna prentun. Í huga hans er grafíkmynd og málverk í svipuðum innbyrðis tengslum og lifandi tónlist annars vegar og hins vegar tónlist sem hefur verið hljóðrituð, einstök aðferð til þess að dreifa myndverkum þannig að allur almenningur fái aðgang að þeim.
Listasafn Reykjavíkur á um 2500 teikningar eftir Erró. Flestar eru þær frá árunum 1944, þegar Erró var 12 ára, til 1963 þegar hann fór að nota samklipp (collage) í stað teikninga til að gera skissur fyrir málverk og vatnslitamyndir sínar. Frá því snemma á níunda áratug aldarinnar hafa vatnslitaskissur (sem flokkast hér til teikninga) bæst við stigið milli fyrstu samklippa og endanlegu málverkanna. Þá hefur svarthvít teikning stundum bæst við sem enn eitt stig í sköpunarferli Errós, og er skotið inn á milli samklipps, vatnslita og málverks.
Listasafn Reykjavíkur á eitt Textíl verk eftir Erró.
Listasafn Reykjavíkur á rúmlega 600 klippimyndir eftir Erró. Elstu klippimyndirnar í safneigninni voru gerðar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1950–51. Á árunum 1963–64 urðu mikilvæg þáttaskil í list Errós þegar hann hætti að teikna myndir af kynjaverum og kaus þess í stað að nýta sér fjöldaframleiddar myndir neyslusamfélagsins við gerð klippimynda, sem urðu síðan fyrirmyndir að málverkum og/eða grafíkverkum. Síðan hefur Erró haft fyrir vana að gera klippimyndaskissur fyrir önnur verk og því birtast stundum nákvæmlega sömu viðfangsefnin í klippimynd og málverki, grafíkverki eða vatnslitamyndum. Árið 2010 var haldin yfirlitssýning á klippimyndum eftir Erró í Pompidou-listamiðstöðinni í París.
Pie tiramisu pudding pie caramels apple pie. Applicake chocolate bar applicake. Toffee caramels bear claw candy oat cake croissant. Cookie dessert jelly-o sweet jujubes sesame snaps tart bonbon sweet roll. Caramels chocolate sweet chocolate bar danish cake tiramisu oat cake brownie. Bear claw lemon drops candy marzipan. Ice cream marzipan sweet toffee cake.