Flokkar

 

Áratugur

Pianobouche (Píanómunnur),

Pianobouche (Píanómunnur),

Erró


  • Ár : 1960
  • Hæð : 105.8 cm
  • Breidd : 70.5 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Lakkmálverk

Þetta verk er klippimynda-málverk, þ.e.a.s. málverk sem unnið er út frá klippimynd. Erró fann upp þessa tækni í París árið 1959. Þannig bjó hann til um hundrað klippimyndir með myndum sem hann valdi í tæknitímaritum og vinsælum blöðum en þessi aðferð var mjög í hávegum höfð hjá dadaistum og súrrealistum. Hann klippti út myndir úr blöðum eins og L’Usine nouvelle, Life, Elle og Marie-Claire og notaði þær í vélklippimyndirnar Méca-Make-Up (Vélförðun) en þar er vélum og vélarhlutum blandað saman við ýmis líffæri úr mannslíkamanum. Hann valdi síðan úr þessum klippimyndum nokkrar myndir sem hann notaði sem fyrirmyndir að málverkum í syrpunni Vélförðun en Píanó-munnur er mjög gott dæmi um þau verk. Þessi syrpa tengist því þema sem er kjarninn í listsköpun Errós á þessum árum – hinu vélræna í mannlegri tilveru.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann