Flokkar

 

Áratugur

Stórir hestar – Orrusta Uccello

Stórir hestar – Orrusta Uccello

Erró


  • Ár : 1955
  • Hæð : 192 cm
  • Breidd : 354 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Lakkmálverk

Við gerð málverksins Stórir hestar greip Erró til fjölmargra listrænna tilvitnana. Hestinn sem liggur til vinstri fékk hann, ásamt lensunum, úr Bardaganum við San Romano (1438) eftir Paolo Uccello, málverki sem hann hafði grandskoðað í Uffizi-safninu í Flórens. Hesturinn fyrir miðju er úr verki eftir Leonardo Cremonini sem birst hafði í endurprentun í bandarísku tímariti. Riddarafígúran sem sér aftan á, næst hestinum til hægri, er sniðin eftir Riddaranum eftir Marino Marini, skúlptúr sem Erró rakst fyrst á þegar verkið var sýnt í Kunstnernes Hus í Osló árið 1953. Í Bardaganum við San Romano er einnig fyrirmyndin að líkamsstöðu fallna hestsins í málverki sem ekki er skráð í fyrsta almenna sýningarbæklingi Errós, en Listasafn Reykjavíkur á undirbúningsteikningu að (Hestur Uccellos) og er sýnd hér í byrjun sýningarinnar. Á teikningunni liggur dýrið fyrir framan röð af brynjum, innblásnum af þeim sem listamaðurinn hafði séð og skissað í Stibbert-safninu í Flórens. Mótíf brynjunnar – eða eins konar vélræns róbóta – er einnig að finna í öðrum verkum frá Flórenstímabilinu.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann