Flokkar

 

Áratugur

Djöfullinn frá Pompei

Djöfullinn frá Pompei

Erró


  • Ár : 1955
  • Hæð : 226.5 cm
  • Breidd : 161.1 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Lakkmálverk

Að loknu myndlistarnámi í Reykjavík og Ósló lá leið Errós til Flórens þar sem hann hélt áfram námi sínu og frá þeim tíma er myndin Djöfullinn frá Pompei. Hann málaði myndina eftir að hafa skoðað borgarrústirnar í Pompei, en sú heimsókn hafði djúp áhrif á hann. Í þessu málverki sem táknar eyðileggingu Pompei koma greinilega fram áhrif frá mexíkóska listamanninum Rufino Tamayo, einkum í því hvernig hann einfaldar form og litaandstæður til þess að magna upp dramatíska spennu myndefnisins. Í þessari leit að tilfinningaþrunginni list má líka greina fjarlægt bergmál frá Ópi Edvards Munch. Í bréfi til fjölskyldu sinnar skrifaði Erró: „Myndin … hefur þennan lit í forgrunni sem táknar eldglóðina í fjallinu og Pompei-litinn. Form eldfjallsins er í bakgrunni ásamt mynd af hundi sem fannst þar. Hundurinn er í dauðateygjunum og er tákn alls þess sem er dautt þar. Í forgrunni er skrattinn í ófreskjumynd og táknar þann sem eyðilagði allt. Langt í burtu er skuggi hans til að auka á dýptarvirknina í myndinni.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann