La Vie de Rubens (1577-1640) / Ævi Rubens (1577-1640)
Erró
- Ár : 1977
- Hæð : 97 cm
- Breidd : 130 cm
- Grein : Málverk
- Undirgrein : Lakkmálverk
Málverkið er byggt á myndskreytingum Martins Aitchison við ævisögu Rubens í bókinni Great Artists (Miklir listamenn, 1971), sem Dorothy Aitchison skrifaði fyrir börn og Erró fann í Bangkok. Þetta ævisögumálverk er hægt að lesa eins og teiknimyndasögu. Ævi Rubens er sögð í átta sjálfstæðum sviðssetningum en hver þeirra segir frá einum atburði í lífi hans og senurnar eru settar fram í réttri tímaröð. Verkið byrjar þannig á senu sem sýnir Rubens ungan og geispandi í búningi skjaldsveins en endar á hátíðarhöldum í Antwerpen í tilefni af opinberri heimsókn bróður Spánarkonungs. En sagan segir að Rubens hafi fengið það hlutverk að sjá um skreytingarnar og að hann hafi teiknað sigurboga og vagna sem notaðir voru við hátíðarhöldin.
Veistu meira? Líka við Mitt safn