Flokkar

 

Áratugur

Odelvíðátta / Odelscape

Odelvíðátta / Odelscape

Erró


  • Ár : 1982-83
  • Hæð : 200 cm
  • Breidd : 300 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Lakkmálverk

Víðáttumyndir („scape“ myndir) Errós eru vitnisburður um þá sjónrænu ofgnótt sem einkennir fjöldamenninguna. Þar hrúgar hann saman í gríðarstór breiðtjaldsmálverk ákveðinni tegund af hlutum. Odelscape eða Odelvíðátta sækir efnivið sinn í blekteikningar Alans Odle frá árunum 1920–30 sem ætlaðar voru fyrir útgáfu á Kímnisögum (Contes drôlatiques) eftir Balzac og Gargantúa eftir Rabelais. Erró kynntist þessum myndum á sýningu á verkum Odle þar sem vinur hans Claude Givaudan var sýningarstjóri og fékk þær lánaðar. Hann breytti vinnsluaðferðum sínum þegar hann málaði þetta verk, að minnsta kosti á fyrstu stigum vinnunnar. Hann byrjaði ekki á því að gera klippimynd eins og fyrir aðrar víðáttumyndir sínar. Hann málaði hverja teikningu fyrir sig fríhendis á strigann og notaði ekki myndvarpa. Í teikningum Odle er línuskriftin afar frjálsleg og litmynd Errós dregur dám af þessu frjálsa flæði með sínum bugðóttu og munúðarfullu línum og hinni liðugu og kraftmiklu pensilskrift.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann