Flokkar

 

Áratugur

La Bougie (Kertið)

La Bougie (Kertið)

Erró


  • Ár : 1985
  • Hæð : 100 cm
  • Breidd : 75 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Erró gerði margar myndasyrpur, klippimyndir og málverk, í byrjun níunda áratugar liðinnar aldar þar sem hann setti á svið glæsilegar og tælandi ungar stúlkur frá Norður-Afríku, ýmist naktar eða sveipaðar klæðum. Uppruna þessara mynda er að finna í miklu safni póstkorta frá nýlendutíma Frakka sem Erró fann á flóamarkaði í París. Fyrirmyndirnar, oftast vændiskonur, voru ljósmyndaðar á klisjukenndan hátt þar sem blandað var saman erótík og framandleika sem lýsti fyrst og fremst kynórum Vesturlandabúa. Í myndsyrpunum gengur Erró þvert á goðsagnir og klisjur um þessar „innfæddu“ konur og setur á svið aðra frásögn sem ætlað er að heiðra þessar þögulu og óþekktu hetjur. Í Kertinu nýtir hann sér ljósmynd af fagurri márískri ungmey ásamt hluta af uglumálverki (1860) eftir Jean-Jacques Aubusson og verki eftir Pieter Claesz, Kyrralíf með kerti (1627). Erró setur stúlkuna inn í fallegt og dularfullt umhverfi, hlaðið tilvísunum í auðlegð og ekki síður kunnáttu (bækur, gleraugu) og visku (ugla) að hætti endurreisnarmálara á borð við Hans Holbein yngri.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann