Flokkar

 

Áratugur

Vélkonsert fyrir klikkunina eða hin klikkaða vélmyndbreyting

Vélkonsert fyrir klikkunina eða hin klikkaða vélmyndbreyting

Erró


  • Ár : 1963
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Fjöltækni
  • Undirgrein : Myndbandsverk

Karl og kona (leikin af Jacques Higelin og Dominique Grange) standa andspænis vélrænum heimi sem þau reyna án árangurs að flýja. Myndin er óháð og táknræn útskýring á því sem kalla mætti firring mannsins frá sinni eigin sköpun – vélinni. Erró, sem var listrænn stjórnandi myndarinnar, bjó ekki einungis til alla „mecha“ leikmynd og búninga myndarinnar, hann lék líka í einu atriði nokkurs konar vélmenni í sérhönnuðum búningi sem hélt ræðu yfir hópi vél-mannblendinga. Erró fann allt efni sem notað var í myndinni á flóamörkuðum í París og á nálægum ruslahaugum. Skúlptúristarnir Philippe Hiquily og Jean Tinguely veittu honum tækniráðgjöf um hvernig ætti að vinna með málm.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann