Flokkar

 

Áratugur

Lokaráð

Lokaráð

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1967
  • Hæð : 74 cm
  • Breidd : 90 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Ásmundur gerði verkið í Reykjavík árið 1959. Það er unnið í járn og kopar. Í þessu verki hefur listamaðurinn slitið sig frá fyrri myndgerð sem einkenndist yfirleitt af miklum massa. Nú teiknar hann í rýmið með járnalínum, hvössum og mjúkum. En þegar grannt er skoðað má sjá að formin hafa hlutlæga vísun. Í stórum dráttum merkjum við fígúru með ferhyrndan haus og boga í höndum sér. Nafn verksins gefur til kynna að hér sé um að ræða lýsingu á atburði úr norrænni goðafræði þar sem Loki Laufeyjarson kom við sögu: „Hörð tók mistiltein ok skaut at Baldri at tilvísun Loka.“

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann