Flokkar

 

Áratugur

Vatnsberinn

Vatnsberinn

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1936
  • Hæð : 54 cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Ásmundur vann verkið Vatnsberann í Kaupmannahöfn veturinn 1936–37. Árið 1967 var myndin steypt í brons og spruttu miklar deilur um myndefnið og staðsetningu þess þegar Fegrunarnefnd Reykjavíkur keypti verkið. Sex árum síðar var afsteypu af verkinu komið fyrir í höggmyndagarðinum við Sigtún. Þá var bronsverkinu í fyrstu komið fyrir í Öskjuhlíð í Reykjavík þar sem það stóð fram til ársins 2011 og var þá flutt á núverandi staðset við Lækjargötu. Myndbygging Vatnsberans skapar jafnvægi: Fötur og handleggir mynda samhverfu, vinstri fótur kemur fram inn á milli fatanna, en sá hægri aftur, þannig að grunnflöturinn er þríhyrndur. Kraftlínur Vatnsberans mynda því nánast pýramída séð allt um kring, en sú tegund myndbyggingar er þekkt úr listasögunni til að skapa festu og stöðugleika. Staða höfuðsins brýtur upp þessa kyrrstöðu sem hallar ögn, mýkir myndbygginguna og gefur í skyn hreyfingu.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann