Flokkar

 

Áratugur

Þvottakona

Þvottakona

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1937
  • Hæð : 130 cm
  • Breidd : 130 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett í Grasagarðinum í Laugardal. Um 1929, þegar Ásmundur flutti aftur heim til Íslands eftir búsetu í París, hóf hann að búa til höggmyndir með einfölduðum formum af fólki við störf. Mörg verk hans birta myndefni sem eru sprottin úr íslenskum menningararfi og náttúru. Á fjórða áratug síðustu aldar var vinnandi fólk áberandi í verkum Ásmundar og eru mörg hans þekktustu verka, eins og Vatnsberinn (1937) og Þvottakona (1936), frá þeim tíma. Verkið er efnismikið og birtir sterklega byggða konu sem fæst við jarðbundið en líkamlega erfitt starf, að þvo þvott. Einnig má lesa andlegan styrk úr líkamsburðum þvottakonunnar.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann