Flokkar

 

Áratugur

Berlínarbjörninn

Berlínarbjörninn

Sintenis, Renée


  • Ár : Án ártals
  • Hæð : 83 cm
  • Breidd : 32 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett við Hellusund. Verkið Berlínarbjörninn við Hellusund er staðsett 2380 kílómetrum norðvestur af Berlín, sem minnir á hversu langt er á milli höfuðborganna tveggja. Styttan er úr málmblöndu og kom hingað til landsins 1967 sem gjöf frá íbúum þáverandi Vestur-Berlínar. Fjölmargir slíkir birnir eru víðsvegar um Þýskaland. Hugmyndina má rekja til 6. áratugar síðustu aldar, þegar skipting Þýskalands, og síðar Berlínar, í áhrifasvæði austurs og vesturs var orðin að veruleika. Vesturhluti Berlínar var eins og nokkurs konar vin frelsis og lýðræðis í eyðimörk kúgunar og einræðis. Útgefandi dagblaðsins Die Zeit, Gerd Bucerius, fékk þá hugmynd að minna Þjóðverja á fjarlægðina til Berlínar með svokölluðum „mílusteinum“, eða Meilensteine. Sintenis fékk þá hugmynd að smíða björn í stað þess að hafa einungis tölur skornar í stein. Fyrsta Berlínarbirninum af þessari tegund var komið fyrir árið 1957 við A115 hraðbrautina við Dreilinden í úthverfi Berlínar. Frumútgáfuna, allra fyrsta björninn, má hins vegar finna við Renée Sintenis grunnskólann í Frohnau, sem er úthverfi rétt norður af Berlín.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann