Flokkar

 

Áratugur

Án titils

Án titils

Helgi Gíslason


  • Ár : 1982
  • Hæð : 105 cm
  • Breidd : 40 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett í Grasagarðinum í Laugardal. Verk Helga fjalla gjarnan um veruleika mannsins sem býr að baki líkamanum. Þannig má sjá verk eins og þetta, þar sem líkaminn er aðeins sýndur að hluta eða bjagaður með öðrum hætti til þess að gefa til kynna veruleikann á bak við yfirborðið og þær áskoranir sem fylgja því að vera til. Um leið endurspeglar verk eins og þetta átök listamannsins við efnið. Helgi er mjög reyndur í bronssteypu og þekkir þá fornu hefð við gerð skúlptúra. Hann er þannig ef til vill ekki síður að kallast á við listasöguna í verki eins og þessu.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann