Flokkar

 

Áratugur

Geirfugl

Geirfugl

Ólöf Nordal


  • Ár : 1998
  • Hæð : 120 cm
  • Breidd : 50 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett Í fjöru fyrir neðan Skeljatanga í Skerjafirði. Geirfugl Ólafar er úr álii og er eftirlíking hins útdauða geirfugls. Verkið stendur á hnullungi úti fyrir fjörunni og vísar til Eldeyjar, þar sem síðustu tveir geirfuglarnir á Íslandi eru taldir hafa verið drepnir árið 1844. Íslendingar drápu parið fyrir erlendan safnara sem bauð háar upphæðir. Hann stendur á skeri í Skerjafirðinum og var upphaflega komið þar fyrir sem hluta af afmælissýningunni Strandlengjan sem Myndhöggvarafé Reykjavíkur stóð fyrir árið 1998. Reykjavíkurborg festi kaup á verkinu árið 2000 og var því þá komið fyrir á ný aá sama stað og stendur þar enn. Á bak við listaverkið Geirfugl býr margþætt merking sem sýnir skoðun Ólafar á þjóðarvitund íslendinga og þjóðararfleiðinni. Geirfugl Ólafar ì Skerjafirðinum horfir til Eldeyjar og bendir því áhorfandanum á vettvang „glæpsins“. Hann er ennframur steyptur úr áli, þeim málmi sem Íslendingar hafa fórnað miklum náttúruauðlindum til þess að framleiða.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann