Flokkar

 

Áratugur

20 logar

20 logar

Hulda Hákon


  • Ár : 2002
  • Hæð : 107 cm
  • Breidd : 132 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Verkið er staðsett á mótum Guðbrandsgötu og Birkimels. Verkið sýnir tuttugu eldloga steypta úr bronsi sem standa upp úr náttúrulegu bergi. Grjótið er sótt í fjöruna í Vestmannaeyjum þar sem listamaðurinn hefur vinnustofu. Verkið er minnisvarði um samstarf NATO-þjóðanna 19 og sögulegan fund þeirra með Rússlandi í Reykjavík í mars árið 2002. Verkið var gert þegar kalda stríðið virtist yfirstaðið, þegar útlit var fyrir að Atlantshafsbandalagið og Rússland yrðu samstarfsaðilar eftir að stirt hafði verið á milli allt frá lokum seinna stríðs. Með tilliti til atburða undanfarinna ára virðist þó sem enn sé þess langt að bíða að sættir og samstarf séu í sjónmáli.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann