Flokkar

 

Áratugur

Flóð og fjara

Flóð og fjara

Steinunn Þórarinsdóttir


  • Ár : 2000
  • Hæð : 8 cm
  • Breidd : 500 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Umhverfislistaverk

Verkið er staðsett við Ægisíðu. Verkið stendur nálægt gömlu grásleppuskúrunum við Grímsstaðavör á Ægisíðu. Lengi voru skiptar skoðanir á því hvort skúrarnir ættu að vera rifnir eða verndaðir og var síðari kosturinn valinn. Það sem einkennir þetta fjölfarna útivistarsvæði er blanda af gömlum tíma og nýjum þar sem skúrarnir eru tákn gamla tímans og þess auðs sem í hafinu býr. Fiskarnir hennar Steinunnar vísa í þann auð, en það er líkt og sjór hafi flætt inn í land á milli skúranna og að fiskana hafi rekið á land. Verkið er úr áli og steypt í malbikið svo að vegfarendur geta gengið á því. Flóð og fjara var hluti af sýningunni Strandlengjan sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stóð fyrir en það verkefni hófst á tuttugu ára afmæli félagsins árið 1998 og náði svo hámarki á Listahátíð árið 2000. Verkið er tileinkað Þórði Sigurðssyni skipstjóra.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann