Flokkar

 

Áratugur

Frumskógardrottningin

Frumskógardrottningin

Erró


  • Ár : 2014
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Annað
  • Undirgrein : Lágmynd

Verkið er staðsett á íþróttahúsinu við Austurberg. Listaverk Errós er útfært á tvær byggingar í Breiðholtinu, annars vegar á íþróttamiðstöðina Austurberg og hinsvegar á gafl fjölbýlishúss við Álftahóla. Saman mynda verkin Réttlætisgyðjan og Frumskógardrottningin eina heild. Verkið er byggt á samklippi úr teiknimyndasögum sem listamaðurinn hefur fundið og skeytt saman í nýja mynd. Við Álftahóla er veggmyndin af Réttlætisgyðjunni máluð á sjö hæða fjölbýlishús sem er u.þ.b. tuttugu metrar á hæð og fjórtán og hálfur metri á breidd. Við gerð verksins var leitað til sérfræðinga frá málaradeild Tækniskólans sem notuðu gamla aðferð við að yfirfæra litlar myndir á risastóran vegg. Efri hluti verksins sést víða að en neðri hlutinn er hálffalinn í húsasundi. Hann sýnir Frumskógardrottninguna og er síðan endurtekinn á vegg við íþróttamiðstöðina Austurberg, þar sem hann sést mun betur. Þar er myndin sett upp með sérframleiddum keramikflísum. Gaman er að fara á milli og bera saman myndirnar og ólíka tækni við framsetningu þeirra.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann