Skjaldbreiður (Í Grafningi)
Jóhannes S. Kjarval
- Ár : 1957-1962
- Hæð : 204 cm
- Breidd : 154 cm
- Grein : Málverk
- Undirgrein : Olíumálverk
Þingvellir eru tengdir nafni Kjarvals órofa böndum en allt frá þvi um 1930 og allan feril sinn upp frá því kom hann þangað til að mála. Á síðari hluta sjötta áratugarins leitaði hann nýrra staða í nágrenni Þingvalla og málaði í Grafningi og á Hengilssvæðinu. Hann sló trönum sínum meðal annars niður í uppþornuðum árfarvegi í Grafningi, á látlausum stað sem við fyrstu sýn virðist ekki hafa upp á mikið að bjóða annað en grjót og rofabörð. Í þessum verkum er myndefni hans enn lágstemmdara en áður, fjölbreytileg form steinanna í moldinni og hinn smágeri gróður sem litkar jörðina. Forgrunnur myndanna er meginviðfangsefni hans en við sjónarrönd sést ýmist fjallið Skjaldbreiður eða Hengillinn. Skjaldbreiður hafði ávallt verið eitt af hans kærustu myndefnum og nú sýnir hann okkur fjallið á nýjan hátt í fjarlægð eins og það blasir við úr Grafningi.
Veistu meira? Líka við Mitt safn