Flokkar

 

Áratugur

Sjálfsmynd

Sjálfsmynd

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1920
  • Hæð : 41 cm
  • Breidd : 36 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Sjálfsmyndin er máluð skömmu eftir að Kjarval lauk námi við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún sýnir ungan mann í hvítri skyrtu og ljósri peysu með rauðu mynstri á ólífugrænum bakgrunni. Skarpleitt andlitið er kinnfiskasogið og alvörugefið. Þegar Kjarval var við nám í Kaupmannahöfn, á því skeiði sem heimstyrjöldin fyrri geisaði í Evrópu, átti hann þess kost að kynnast þeim nýju og ögrandi listastefnum sem efstar voru á baugi í Evrópu á stríðsárunum. Svo virðist sem Kjarval hafi haft mestan áhuga á að kynna sér fútúrisma, expressjónisma og kúbisma, en þessar þrjár ólíku liststefnur áttu allar eftir að skipa vegamikinn sess í lífsstarfi hans. Í viðtali sem tekið var við hann í Reykjavík vorið 1922 ræðir hann afstöðu sína til samtímalistarinnar í Danmörku: ”Jeg kynntist listamönnum af öllu tagi, góðum og vondum; jeg mætti nýjum stefnum, sem fóru hliðargötur við hina æðri skóla. Það var hugsað í litum hjá þessu fólki og línum og tónum, sterkt og ríkt eftir manngæðum og frumleika hvers og eins. Stefnurnar komu að sunnan og komust strax á almannafæri. Höfuðsmennirnir voru óhræddir við dóma því að þeir vissu að æðsti dómur er seinastur, sem mannveran ræður ekki við. Þeir höfðu dauðann fyrir baktjald en horfðu inn í ljósið sem var fullt af undarlegum formum og sundurleitum litum. Og þeir smíðuðu myndir og hluti, sem þeir halda að heyri framtíðinni til - ...Einn af þessum mönnum var jeg..”[1] Steingerður Guðmundsdóttir: „Litir vors og vetrar í vinnustofu Kjarvals.” Sunnudagsblaðið 10. nóv. 1957.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann