Flokkar

 

Áratugur

Á Hulduströnd

Á Hulduströnd

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1935
  • Hæð : 46 cm
  • Breidd : 60 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Álfar og huldufólk komu snemma við sögu í verkum Kjarvals. Í fyrstu verkunum fór huldufólkið oft í hópum og gekk í kletta. Um miðjan fjórða áratug tók hann að tengja huldufólkið við haf og skip og spann þannig saman tvær af algengustu táknmyndum sínum hulduverur og skip. Verkið Á hulduströnd dæmi um þetta.  Kjarval leiðir áhorfendur inn í huglæga og dulúðuga veröld, þar sem ekkert er sem sýnist. Verkið er borið uppi af þeirri formrænu margræðni sem svo oft kemur fyrir í myndmáli Kjarvals, kletturinn á bakvið konuna í forgrunni myndarinnar er samtímis vangamynd og varir hennar mæta vörum annarar vangamyndar í kossi. Hvít gegnumþrengjandi birta og margbrotið litróf magnar dulúðuga, upphafna stemningu. Titill myndarinnar vísar til íslenskrar þjóðtrúar um huldufólk og yfirnáttúrulegar verur sem byggja landið með mannfólkinu. Í þjóðtrúnni eru mörkin á milli hins skilgreinda, áþreifanlega raunveruleika og huliðsheima oft mjög á reiki og það sama á við um verk Kjarvals.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann