Flokkar

 

Áratugur

Esjan í vorleysingum

Esjan í vorleysingum

Jóhannes S. Kjarval


  • Ár : 1956-57
  • Hæð : 110 cm
  • Breidd : 145 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Verkið Esjan í vorleysingum er óður til umbreytingarkrafts náttúrunnar, mögnuð symfónía blæbrigðaríkra en dempaðra litatóna. Form fjallsins er aukaatriði, formgerð verksins er nánast abstrakt og leiðir hugann að hinum náttúrutengdu abstraktverkum Svavars Guðnasonar. Hér fer Kjarval hamförum, hann gefur okkur enn nýja sýn á landið sem tjáir hugarástand hans og innlifun í náttúruna. Steingerður Guðmundsdóttir rithöfundur heimsótti Kjarval í vinnustofu hans haustið 1957 og sá Esjumyndirna. „Við augum blasir Esjan – eins og listamaðurinn sér hana, og festir á léreftið fimum höndum: klædd hvítum kjól dansar hún við goluna, sem þrýstir léttum kossi á enni hennar – í augsýn himinblámans. […] Að baki myndarinnar býr önnur Esja, gjörólík hinni fyrri, dökk yfirlitum þar sem fjallsbrúnin er eins og frosin músíkk. Það er líkast því að vorið sé í öðru auga listamannsins, en veturinn í hinu.“ Steingerður fékk síðar verkið Esjan í vorleysingu að gjöf frá listamanninum og skömmu fyrir andlát sitt gaf hún Kjarvalssafni verkið til minningar um Kjarval vin sinn.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann