Flokkar

 

Áratugur

Vetrardagur í Kópavogi

Vetrardagur í Kópavogi

Jón Engilberts


  • Ár : 1940-43
  • Hæð : 100 cm
  • Breidd : 135 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Jón Engilberts fluttist heim til Íslands haustið 1940 eftir sex ára búsetu í Kaupmannahöfn. Skömmu eftir heimkomuna hófst hann handa við að byggja sér hús á Flókagötu eftir eigin teikningu og Gunnlaugs Halldórssonar. Meðan á byggingunni stóð fengu Jón og kona hans inni í sumarbústað í Kópavogi. Þann tíma sem þau bjuggu þar gerði Jón flokk samtengdra mynda af fólki í landslagi. Um þær segir Ólafur Kvaran í bókinni Jón Engilberts: „Landslagið verður nú forsenda eða svið nýrra verka, þar sem fjallað er um fólk í náttúrunni eða að náttúran sjálf er skynjuð sem líking fyrir tilfinningalega reynslu.“ Þeir sem fjallað hafa um þessar myndir hafa bent á áhrifin frá Edvard Munch sem Jón hafði með sér frá lærdómsárum sínum í Noregi. Um Kvöld í Kópavogi, sem er nátengd Vetrardegi í Kópavogi, segir Björn Th. Björnsson: „Þar grípur hann á strengjum þeirrar innhverfu, expressionisku tjáningar sem honum er svo eiginleg. … Tætt landslagið, með mishljóma og óreglulegum litum, er í sjálfu sér ekki flytjandi neinnar ákveðinnar hugðar, né heldur fólkið í forgrunninum. En það er í sambandinu milli þess og náttúrunnar sem hinn tregafulli, titrandi strengur tekur að hljóma …“ (Björn Th. Björnsson: Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld II, bls. 99).

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann