Flokkar

 

Áratugur

Upprisa - abstrakt mynd

Upprisa - abstrakt mynd

Einar Þorláksson


  • Ár : 1971
  • Hæð : 114 cm
  • Breidd : 139 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Sú mynd sem hér um ræðir, Upprisa – abstrakt mynd, er að mörgu leyti einkennandi fyrir verk Einars á áttunda og níunda áratugnum. Sérkennilega kaldir og drungalegir blátónar skapa ógnvekjandi andrúmsloft í myndinni. Myndrýmið deilist niður í forgrunn, miðbik og bakgrunn með nokkuð hefðbundnum hætti, og skýrt er markað fyrir sjóndeildarhring ofarlega á fletinum. Form í myndinni fara bil beggja milli náttúru – hraungrýtis, kletta, mosabarða – og lífræns myndmáls af öðrum toga. Í myndinni á sér sannarlega stað einhvers konar „upprisa“, en ekki í skilningi guðspjallanna. Upp úr hraunbreiðunni rísa þústir eða hraukar sem minna helst á afskræminga úr hrollvekju- og ævintýramyndum á borð við „Alien“-kvikmyndirnar, víða mótar fyrir kjöftum, vígtönnum og glyrnum. Engu er líkara en þessar „verur“ geri sig líklegar til að yfirtaka jörðina. Út af fyrir sig vitum við ekki hvaða öfl það eru sem Einar vísar hér til, hvort það eru innri eða ytri öfl. Listsýn hans markast víða af bölsýni, en um leið er hún víða skotin gráglettni og sjálfhæðni.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann