Flokkar

 

Áratugur

Tileinkun

Tileinkun

Eyborg Guðmundsdóttir


  • Ár : 1975
  • Hæð : 100 cm
  • Breidd : 100 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Myndlistarferill Eyborgar Guðmundsdóttur er eins konar öskubuskusaga. Frá unga aldri hafði hún áhuga á myndlist en gekk aldrei í listaskóla á Íslandi. Árið 1959, eftir tólf ára starf hjá Búnaðarfélagi Íslands, tók hún sig upp og hélt til Parísar til að afla sér listmenntunar. Hún innritaðist í Académie Julien en fann brátt að námið þar hentaði henni ekki og hóf því að leita sér leiðbeinenda meðal franskra listamanna. Innan tíðar var hún komin í vinfengi við nokkra af þekktustu listamönnum Parísar, meðal annars Victor Vasarely, og féllst hann á að líta til með henni. Framgangur Eyborgar og skjót og skilvirk viðbrögð hennar við myndlistinni sem hún sá voru með ólíkindum ef haft er í huga að fyrri menntun hennar í myndlist var afar takmörkuð. Um 1962–63 er Eyborg farin að gera vönduð verk sem fóru bil beggja milli formhyggju strangflatalistar og sjónertingar optískrar myndlistar. Það var engin tilviljun að Eyborg fór þá leið því að heima á Íslandi hafði hún umgengist Hörð Ágústsson, Þorvald Skúlason og Dieter Roth sem allir höfðu aðhyllst formfestu og þaulskipulag í verkum sínum. Tilraunir með hreyfingu forma og sjóntitring er einnig að finna í verkum þeirra Dieters og Harðar frá úthallandi sjötta áratugnum, og sjá má Eyborgu kallast á við verk þeirra.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann