Flokkar

 

Áratugur

Án titils

Án titils

Sverrir Haraldsson


  • Ár : 1951
  • Hæð : 60 cm
  • Breidd : 60 cm
  • Grein : Málverk
  • Undirgrein : Olíumálverk

Sverrir Haraldsson verður að teljast eitt af undrabörnum íslenskrar myndlistar. Fjórtán ára gamall var hann farinn að mála góðar landslagsmyndir, sextán ára var hann tekinn inn í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík, yngstur íslenskra myndlistarmanna og tveimur árum síðar voru verk eftir hann tekin inn á haustsýningu FÍM. Sverrir hélt einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1952 sem sýndi margvíslega hæfileika hans. Þó virtist hann framar öðru hafa áhuga á mjúklátri formgerð – bog- og sveiglínum og lífrænu myndmáli. Myndin sem hér um ræðir, Án titils, sýnir hvernig hann brýtur upp hið séða, hús og landslag, og steypir því saman með áherslu á mjúk form sem leggjast eins og slæður hvert yfir annað. Á árunum 1952–53 var listamaðurinn við nám í París og gekkst þar undir aga konkretlistar/strangflatalistar eins og þorri ungra íslenskra myndlistarmanna sem þar var við nám á þessu tímabili.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann