Án titils
Hörður Ágústsson
- Ár : 1975
- Hæð : 250 cm
- Breidd : 123 cm
- Grein : Málverk
- Undirgrein : Blönduð tækni
Verk Harðar sem unnin eru með strigalímbandi þóttu framúrstefnuleg og efnisnotkunin nýstárleg þegar hann sýndi þau fyrst um miðjan áttunda áratug 20. aldar. Verk hans sverja sig í ætt við aðferðir mínimalisma og konkret-listar, en Hörður líkti verkum sínum sjálfur við ferðalag þar sem hann leitaði að hinni fullkomnu formgerð. Hörður var fjölhæfur listamaður sem fékkst einnig við annars konar listsköpun, fígúratíf málverk og teikningar, auk þess sem hann stundaði rannsóknir á sögu íslenskrar húsagerðar. Samþætting listforma var honum hugleikin og hann áleit byggingarlist vera grunninn að allri list og menningu.
Veistu meira? Líka við Mitt safn