Flokkar

 

Áratugur

Innsetning

Innsetning

Ívar Valgarðsson


  • Ár : 1991
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Innsetning
  • Undirgrein : Blönduð tækni

Innsetning Ívars samanstendur af nokkrum verkum sem sett eru saman úr mismunandi byggingarefnum: hvít málning-málningardósir, hefluð fura, krossviður, hnoðkítti, gangstéttarhellur, innanhúsmálning og einangrunarplast. Þessu efni er á engan hátt umbreytt. Því er aðeins raðað upp samkvæmt ákvörðun listamannsins. Í þessu verki gengur listamaðurinn lengra en nokkru sinni fyrr í afstöðu sinni til listhlutarins. Hann hvorki hannar né skapar hluti/form, heldur aðeins velur hluti sem þegar eru til - þekkt byggingarefni - rífur það úr hefðbundnu samhengi, raðar þeim upp og gefur þeim nýja merkingu. Innlegg listamannsins - sköpunin - felst því einvörðungu í vali á hráefni, uppröðuninni/endurtekningunni og afstöðu hlutanna í rýminu. Ekkert er gert til að setja það í listrænan búning í hefðbundnum skilningi. Það aðeins talar sínu máli, í ákveðinn tíma og síðan leyst upp. Þó svo að þessi innsetning sé ákveðin viðræða við listasöguna (ready-made, rými minimalismans, merkingarleg tæming conceptlistarinnar) þá hafa þessi hlutir/efni skýr hugtengsl fyrir áhorfendur sem listamaðurinn leikur sér með á tvíræðan hátt. Þrátt fyrir að listin virðist standa hér á núllpunkti sköpunarinnar, þá verður ekki undan því komist að þetta listaverk samanstendur af hlutum/táknum sem ala af sér ákveðna frásögn. Þetta er byggingarefni/listaverk (uppbyggjandi) sem vísar inn í það sem verður, nýsköpunina, það að brjóta nýjar leiðir, jafnframt því sem þetta tvíræða hugtak hefur til að bera afgerandi siðrænan boðskap.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann