Flokkar

 

Áratugur

Áleiðis

Áleiðis

Guðjón Ketilsson


  • Ár : 2021-2022
  • Hæð : cm
  • Breidd : cm
  • Grein : Annað
  • Undirgrein : Lágmynd

Á hvítum vegg hangir fjöldi fundinna smáhluta í röðum. Verkið er samsett úr hlutum sem listamaðuirnn hefur fundið á göngu sinni um borgina. Úr sýningarbæklingi sýningarinnar Jæja á Kjarvalsstöðum í október 2022: Hugmyndirnar koma mjög oft á göngu. Ég reyni mjög meðvitað að vera með öll skilningarvit opin í göngutúrum og horfa á umhverfið ferskum augum, horfa eftir formi og samhengi hluta. Mér finnst mikilvægt að vera forvitinn. Ég geng ekki endilega með skissubók á mér en ég skrái mjög oft hjá mér einhverjar pælingar þegar ég kem aftur á vinnustofuna. Svo safna ég mjög oft einhverjum vasahlutum sem gjarnan verða grunnur að einhverjum verkum eða passa inn í verk. Ein hugmynd sprettur líka af annarri, og það myndast ferli, svo hugmynd sem kviknar í gönguferð er oft framhald af ferli eða breyting á ferli sem þegar er hafið og vindur upp á sig. Um leið og ég er að segja þér frá þessu þá átta ég mig á að sennilega er sköpunarferlið virkast hjá mér þegar líkaminn er á hreyfingu. (Guðjón Ketilsson í samtali við Gyrði Elíasson í sýningarskrá.)

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann