1987 (Alþýðubankinn)
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar
- Ár : 2023
- Hæð : 84.5 cm
- Breidd : 64 cm
- Grein : Grafík
- Undirgrein : Silkiþrykk
Silkiþrykkt prentverk sem notast við myndmál bankaauglýsinga, með vísun til þeirra bankasamruna sem áttu sér stað á síðari hluta 20stu aldar. Verkið var sýnt á sýningunni Vísitala í Ásmundarsal við Freyjugötu sumarið 2023. Sýningin fjallaði um fagurfræði og fjármál og byggði á persónulegri hrifningu listamannsins á tölfræðilegum breytum settum fram á sjónrænan máta sem einföld tölfræðirit. Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar er myndlistarmaður sem skapar verk sem mætti telja til lýrískrar (eða kannski súrrealískrar) konsept listar, með áherslu á formfræðilega eiginleika sem byggja á efnahagslegum forsendum. Hún bjó í Amsterdam í um áratug eftir að hafa lokið námi frá Rijksakademie van Beeldende Kunsten (NL). Hún býr og starfar í Reykjavík.
Veistu meira? Líka við Mitt safn