Flokkar

 

Áratugur

Vængbrotni fuglinn

Vængbrotni fuglinn

Ásmundur Sveinsson


  • Ár : 1971
  • Hæð : 77 cm
  • Breidd : 99 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Ásmundur gerði verkið í Reykjavík árið 1971 og er það unnið í járn og eir. Vængbrotni fuglinn er eitt af síðustu verkum Ásmundar. Þar dregur hann upp ímynd fugls: einföld útskorin járnplata og eirlínur sem gefa í skyn vænghaf fuglsins jafnframt því að afmarka rýmið umhverfis skúlptúrinn. Í þessu verki kemur vel fram, líkt og í flestum járnmyndum Ásmundar, hvernig listaverkið vegur salt á milli þess að vera sjálfstæður skúlptúr eða lýsing í járni á þekktum hlutveruleika. Meginformið er járnplata, sem listamaðurinn hefur fundið og sett nánast óbreytta inn í listaverkið. En nafn verksins opnar augu áhorfandans fyrir fuglsímyndinni. Það er því sem listamaðurinn hafi lesið út úr þessu einfalda grunnformi fuglsmynd sem hann síðan undirstrikar með „koparvængjum“ og nafngiftinni.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann