Flokkar

 

Áratugur

Stúlkumynd

Stúlkumynd

Ólöf Pálsdóttir


  • Ár : 1950
  • Hæð : 75 cm
  • Breidd : 30 cm
  • Grein : Skúlptúr
  • Undirgrein : Málmskúlptúr

Verkið er staðsett við Fríkirkjuveg, fyrir framan Kvennaskólann. Stúlkumynd er látlaus stytta af ungri stúlku. Hún krýpur á kné og líkaminn er raunsæ eftirmynd ungar stúlku, ef frá er talið sérstakt form höfuðsins. Hún er með hendur í kjöltu sér og horfir einbeitt fram fyrir sig. Árið 1964 hafði höfundur blaðagreina um aukinn fjölda styttna í miðbænum eftirfarandi að segja um Stúlkumynd eftir Ólöfu: „Eitt af því, sem vekur athygli, eru myndastytturnar. Þeim fjölgar á opnum svæðum sem betur fer, öllum til ánægju. Í Hallargarðinum rakst ég á tvö börn sem voru að virða fyrir sér hina fögru stúlkumynd Ólafar Pálsdóttur, sem þar var sett í sumar. Þeim litlu kom ekki saman um hve gömul stúlkan á stallinum væri, virtu hana lengi fyrir sér og voru hugsi. Listaverkin eru ekki bara til skrauts. Fagrar listir hjálpa til að beina hugum okkar allra inn á rétta braut sjálfum okkur til góðs.“ Síðar var gerð bronsafsteypa af Stúlkumyndinni og keypt af Árósabæ, þar sem hún stendur í fögrum trjágarði.

Mitt safn 

Fleiri verk eftir sama listamann